Íslandsbanki opnar miðstöð fjármálaþjónustu að Suðurlandsbraut 14

29.06.2011

Í dag 29. júní opnar Íslandsbanki nýtt og glæsilegt útibú að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Í nýja útibúinu sameinast útibú bankans á Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut 30, auk þess sem Íslandsbanki Fjármögnun mun flytja starfsemi sína í húsnæðið þann 11. júlí næstkomandi. Verður því um að ræða miðstöð fjármálaþjónustu Íslandsbanka þar sem verður saman kominn hópur reynslumikilla starfsmanna.

Sameining útibúanna er liður í að auka hagræði í rekstri útibúanets Íslandsbanka og bjóða uppá öfluga fjármálamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið hefur verið mikið endurnýjað og lögð áhersla á gott aðgengi fyrir viðskiptavini. Í nýja útibúinu verður einnig geymsluhólfamiðstöð fyrir höfuðborgarsvæðið.

Öll reikningsnúmer útibúanna beggja munu halda sér við sameininguna og því mun breytingin ekki valda neinum óþægindum fyrir viðskiptavini. Þá verður engum starfsmönnum sagt upp. Útibússtjóri nýja útibúsins verður Vilborg Þórarinsdóttir og aðstoðarútibússtjóri verður Guðmundur Kristjánsson, en þau hafa áratuga reynslu í banka og fjármálastarfsemi.

Í tilefni opnunar útibúsins verður haldin opnunarhátíð í dag þar sem boðið verður uppá kaffiveitingar, lifandi tónlist og blöðrur og glaðning fyrir börnin.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall