Íslandsbanki einn stofnaðila hins íslenska jarðvarmaklasa

28.06.2011

Í morgun var formlega kynntur samstarfsvettvangur hins íslenska jarðvarmaklasa. Íslandsbanki er einn af stofnaðilum ásamt helstu jarðhitafyrirtækjum landsins og öðrum fyrirtækjum og hagsmunaaðilum og hefur setu í svo nefndu fagráði klasans.

Markmið klasasamstarfsins er að bæta samkeppnishæfni jarðhitafyrirtækja og þar af leiðandi Íslands, auka verðmæti afurða og þjónustu, efla núverandi fyrirtæki og stuðla að nýsköpun og stofnun nýrra fyrirtækja, laða að innlenda og erlenda fjárfesta og stuðla að útflutningi í jarðhita.

Upphaf verkefnisins má rekja til ársins 2009 þegar Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard háskólann í Bandaríkjunum, tók að sér kortlagningu hins íslenska jarðvarmaklasa.  Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru kynntar á ráðstefnu í nóvember 2010, Iceland Geothermal 2010, sem skipulögð var af ráðgjafafyrirtækinu Gekon. Íslandsbanki var einn af styrktaraðilum verkefnisins og hefur því verið viðriðinn verkefnið frá upphafi og byggir verkefnið m.a. á rannsóknum og útgáfu bankans um jarðhitamál.

Þátttaka Íslandsbanka í jarðvarmaklasanum er einungis einn liður í stuðningi bankans við þennan rótgróna iðnað á Íslandi. Innan bankans starfar sérfræðingahópur sem samanstendur af starfsfólki með áralanga reynslu í fjármálageiranum  og orkumálum.  Íslandsbanki gefur reglulega út skýrslur og greiningarefni um jarðhitamarkaðinn og setti nýlega á laggirnar upplýsingaveitu þar sem mögulegt er að fylgjast með þróun í jarðhitaiðnaði á heimsvísu.

Greiningarefni og upplýsingaveitan eru aðgengileg á vef Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall