Íslandsbanki skrifar undir Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact

20.06.2011

Íslandsbanki hefur skrifað undir Jafnréttissáttmála UN Women (áður UNIFEM) og UN Global Compact. Í sáttmálanum eru sjö viðmið sem fyrirtæki eiga að hafa að leiðarljósi til þess að efla konur og auka þátt þeirra í atvinnulífinu. Með undirskriftinni skuldbindur Íslandsbanki sig til að sýna frumkvæði og vinna að bættum jafnréttismálum innan fyrirtækisins sem og sýna samfélagslega ábyrgð.

Nú þegar hafa hundruð alþjóðlegra fyrirtækja skrifað undir sáttmálann. Íslandsbanki hvetur önnur íslensk fyrirtæki til að feta í fótspor bankans og kynna sér Jafnréttissáttmálann.

Íslandsbanki hefur lagt áherslu jafnrétti og jafnræði innan bankans og er í samstarfi við Samtök Atvinnulífsins og Jafnréttisstofu um Jafnréttisvottun Staðlaráðs, sem felur í sér vottun á jafnlaunastefnu bankans. Þá hlaut Íslandsbanki Gæfuspor FKA árið 2011 fyrir að hafa skarað fram úr við að virkja kraft kvenna innan sinna raða. Í dag eru fjórir af átta framkvæmdastjórum bankans konur en fyrir fimm árum átti engin kona sæti í framkvæmdastjórninni.

„Sá góði árangur sem náðst hefur í jafnréttismálum hjá Íslandsbanka er ekki afrakstur fjölda samráðs- og nefndafunda heldur einfaldlega vilja til að jafna hlut kynjanna. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um efnahagsleg áhrif ójafnréttis benda allar í sömu átt; það að útiloka annað kynið kemur í veg fyrir að fyrirtæki nái hámarks árangri. Því fjölbreyttara sem starfsfólkið er því frumlegri hugmyndir koma upp á yfirborðið sem leiðir af sér meiri verðmætasköpun fyrir fyrirtækið."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall