Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum tækifæri til að losna við FIT kostnað

15.06.2011

Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum aukna þjónustu með því að veita þeim svigrúm til þess að lagfæra færslur sem hafa lent á FIT*. Viðskiptavinir geta skráð FIT viðvörun í Netbanka og fengið tölvupóst eða SMS ef þeir fara yfir á reikningnum sínum. Þeir hafa þá næsta virka dag til að leiðrétta stöðuna án þess að FIT kostnaður falli til. FIT er í dag 750 krónur fyrir hverja færslu sem gerð er eftir að einstaklingur er kominn yfir á reikningnum sínum.

Eins og margir vita getur FIT-kostnaður haft óþægindi í för með sér. Til dæmis hefur FIT kostnaður það í för með sér að kaffibolli sem kostar 420 kr. á kaffihúsi kostar 1.170 kr. ef FIT kostnaður leggst við verðið. Mjólkurlítrinn hækkar úr 112 krónum í 862 krónur o.s.frv.

Að auki geta viðskiptavinir fengið ýmsar gagnlegar upplýsingar sendar í símann, s.s. viðvörun ef staðan fer niður fyrir ákveðna upphæð, stöðu reikninga, tilkynningu þegar greitt er inn á reikninga og gengi gjaldmiðla.

SMS-tilkynningar frá Netbanka

„Þetta er nýjung sem við höfum verið með í bígerð í nokkurn tíma og þekkist víða erlendis. Þessi þjónusta er meðal þeirra óska sem fram hafa komið hjá okkar viðskiptavinum. Okkur fannst mikilvægt að koma til móts við þessar óskir og gera viðskiptavinum okkar kleift að losna við þau óþægindi og útgjöld sem fylgir FIT-kostnaði."

*FIT stendur fyrir „færsluskrá innstæðulausra tékka“.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall