Íslandsbanki og Epal gefa Hönnunarsafni Íslands verðlaunalampann Heklu

13.06.2011

Í tilefni af opnun sýningarinnar Hlutirnir okkar í Hönnunarsafni Íslands færðu Íslandsbanki og Epal safninu að gjöf verðlaunalampann Heklu frá árinu 1962. Hönnuðir lampans, Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson, voru við nám í Listiðnaðarskólanum í Kaupmannahöfn þegar þeir unnu hönnunarsamkeppni þar í landi. Lampinn var framleiddur hjá Fog og Mørup í ein fimmtán ár. Um tíma var hægt að kaupa hann hér á landi en mjög sjaldgæft er að sjá lampann til sölu í dag og má helst finna hann hjá antiksölum sem sérhæfa sig í skandinavískri hönnun. Sá lampi sem Íslandsbanki og Epal gefa Hönnunarsafninu var keyptur af austurískum antiksala.

„Það er Hönnunarsafni Íslands sönn gleði að taka á móti Heklu. Erfitt er að nálgast verðlaunalampann sem er orðinn hluti af skandinavískri hönnunarsögu. Hekla er dæmi um afar vel heppnaða og fallega hönnun sem við Íslendingar eigum að þekkja. Við þökkum Íslandsbanka og Epal kærlega fyrir þetta frábæra framtak.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall