Yfirlýsing frá Íslandsbanka

10.06.2011

Í gær dæmdi Hæstiréttur Íslands í máli þrotabús Mótormax ehf. en málið var höfðað vegna erlends láns sem Mótormax ehf. hafði tekið hjá Landsbanka Íslands. Lánsformið sem dómurinn tekur til er ósambærilegt flestum lánsformum Íslandsbanka. Bankinn mun gera frekari úttekt á lánasöfnum sínum með hliðsjón af dómnum og meta áhrif hans.

Íslandsbanki vill árétta að í nýjum lánasamningum bankans er ákvæði um betri rétt viðskiptavina, þ.e. viðskiptavinir munu njóta þess ef í ljós kemur að þeir eiga ríkari rétt en samningarnir kveða á um.

Lögmæti þriggja mismunandi lánasamninga bankans í erlendum myntum hefur verið staðfest fyrir héraðsdómi og hefur einu þeirra verið áfrýjað til Hæstaréttar. Vonast er til að niðurstaða fáist í það hið fyrsta. Hins vegar hefur héraðsdómur talið að fjármögnunarleigusamningar bankans teldust gengistryggð lán.

Áður hefur verið gerð úttekt á áhrifum slíkrar dómsniðurstöðu á afkomu og eiginfjárstöðu bankans. Niðurstaða þessarar úttektar er að Íslandsbanki er í sterkri stöðu til að takast á við óvissu sem þessa. Eiginfjárhlutfall bankans er 27,4% en kröfur FME kveða á um 16% eiginfjárhlutfall.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall