Ingvar Helgason og B&L í söluferli

10.06.2011

Miðengi ehf., SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í BLIH ehf., móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. ("IH") og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. ("B&L"). Samhliða verður fasteign sem hýsir starfsemi félagsins að Sævarhöfða í Reykjavík boðin til kaups.

Saman mynda IH og B&L eitt stærsta bifreiðaumboð landsins með níu sterk vörumerki innan sinna raða. Fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna lauk fyrr á þessu ári þegar nýir eigendur komu að þeim, en eigendur þeirra eftir endurskipulagningu eru Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka, SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf.

Stefnt er á að söluferlið hefjist formlega í lok ágúst á þessu ári. Á þeim tíma verður söluferlið auglýst með formlegum hætti og tilkynnt um tímasetningar þess og kröfur seljenda til þeirra sem þátt geta tekið í söluferlinu.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall