Beina brautin: Öll fyrirtæki hafa fengið tilboð hjá Íslandsbanka

03.06.2011

Öll fyrirtæki sem sóttu um Beinu brautina og hafa skilað inn nauðsynlegum gögnum til Íslandsbanka hafa fengið úrlausn sinna mála eða eru í úrlausnarferli. Alls falla 233 lítil og meðalstór fyrirtæki undir Beinu brautina hjá Íslandsbanka.

Beina brautin byggir á samkomulagi um úrvinnslu á skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem undirritað var í desember síðastliðnum af Samtökum Fjármálafyrirtækja, Samtökum atvinnulífsins, Fjármálaráðuneytinu, Viðskiptaráði og Félagi atvinnurekenda.  Markmiðið með Beinu brautinni er að fyrirtæki verði sjálfbær og geti staðið við sitt gagnvart eigendum, starfsfólki, lánveitendum og samfélaginu. Beina brautin er ætluð þeim sem fyrirtækjum sem eru með heildarskuldir undir einum milljarði króna. Frestur til að sækja um Beinu brautina rann út 1. júní.

Alls hafa um 1000 fyrirtæki fengið úrlausn sinna mála hjá Íslandsbanka, þ.e. annað hvort í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, höfuðstólslækkun lána og/eða eignaleigusamninga.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs

„Frá því að samkomulagið var undirritað í desember síðastliðnum hefur allt kapp verið lagt á að vinna þetta verkefni vel og örugglega með okkar viðskiptavinum. Við erum afar ánægð með að hafa náð settu tímamarki en í því fólst mikil áskorun. Það vita allir að aðstæður í þjóðfélaginu eru mjög erfiðar og gerðu þær verkefnið mun erfiðara en ella. Eigendur og stjórnendur þeirra 250 fyrirtækja sem hafa nú fengið tilboð í gegnum Beinu brautina geta því farið að einbeita sér að því sem þeir eru bestir í, þ.e. að annast daglegan rekstur og að byggja upp sitt fyrirtæki til framtíðar. Það hjálpar íslensku samfélagi að komast aftur á beinu brautina."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall