Íslandsbanki veitir 10 námsstyrki

20.05.2011 - Styrkir

Íslandsbanki veitti 10 framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi í gær. Í ár bárust 457 umsóknir. Veittir voru fjórir styrkir til framhaldsnáms á háskólastigastigi að upphæð 500 þúsund krónum hver, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og tveir styrkir til framhaldsskólanáms að fjárhæð 100 þúsund krónur hver.

Dómnefnd skipuðu þau Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Í umsögn dómnefndar segir að fjölmargir þættir hafi verið hafðir til hliðsjónar við valið. Allir eigi styrkþegarnir það sameiginlegt að vera afbragðsnámsmenn en að auki hafi mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á sviði íþrótta, lista og félagsmála. Það er trú dómnefndar að þetta efnilega fólk muni þegar fram líða stundir láta til sín taka í íslensku atvinnulífi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall