Sjöunda úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

17.05.2011

Sex ungar og efnilegar íþróttakonur hafa hlotið styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ. Stúlkurnar eru á aldrinum 14 til 18 ára og eru allar framúrskarandi efnilegar íþróttakonur. Styrkirnir voru afhentir í útibúi Íslandsbanka á Kirkjusandi. Markmið og tilgangur Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Alls bárust 57 umsóknir og valdi stjórn sjóðsins að styrkja eftirtaldar íþróttakonur um hálfa milljón króna hverja:

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, 16 ára frjálsíþróttakona úr ÍR. Arna  hefur lagt mesta áherslu á sjöþraut og hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Heims- og Evrópumeistaramóti unglinga. Á síðasta ári varð hún Norðurlandameistari unglinga 19 ára og yngri í 400 metra hlaupi.

Eygló Ósk Gústafsdóttir 16 ára sundkona, Sundfélaginu Ægi vegna verkefna erlendis á árinu. Meðal þeirra helstu eru Smáþjóðaleikar, Evrópumeistaramót unglinga, EM 25 og HM 50. Á síðasta ári setti hún 4 Íslandsmet í fullorðinsflokki og varð tvöfaldur Norðurlandameistari unglinga. Á síðustu árum hefur hún sett 73 unglingamet og á ennþá tvö ár eftir í unglingaflokki.

Gunnhildur Garðarsdóttir 18 ára skylmingakona, Skylmingafélagi Reykjavíkur. Gunnhildur hefur tryggt sér þátttökurétt á HM U18 og U21, auk Evrópu- og Heimsmeistaramóta fullorðinna sem haldin eru á árinu. Á Heimsmeistaramóti U17 í fyrra náði Gunnhildur 12. sæti og 16 sæti á Evrópumóti U18. Gunnhildur er Norðurlandameistari í U18 og U20.

María Guðmundsdóttir 18 ára skíðakona, Skíðafélagi Akureyrar. Í fyrra varð María þrefaldur unglingameistari í sínum flokki og varð Íslandsmeistari fullorðinna í svigi. Sínum besta árangri á alþjóðavísu náði María í Geilo í nóvember sl. Þar hafnaði hún í 21 sæti af 140 keppendum. Á Skíðamóti Íslands 2011 sigraði María í samhliðasvigi.

Norma Dögg Róbertsdóttir 15 ára fimleikakona, Gerplu vegna verkefna á árinu. Þar ber hæst Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í júlí og Norður Evrópumót í nóvember. Í fyrra varð Norma Dögg Íslandsmeistari í áhaldafimleikum og í liðakeppni með liði sínu. Þá keppti Norma Dögg á Evrópumóti ungmenna í Birmingham.

Perla Steingrímsdóttir 14 ára danskona, Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Perla og dansherra hennar hafa tryggt sér þátttökurétt á HM unglinga í Ballroom og Latin dönsum. Perla er yngst í landsliði Íslands í dansi. Á undanförnum mánuðum hefur Perla sigrað öll mót hérlendis í sínum aldursflokki með yfirburðum. Perla og dansherra hennar urðu Íslandsmeistarar í 10 dönsum nú í mars. Á alþjóðlegu móti sem haldið var í Kaupmannahöfn í febrúar enduðu þau í sjöunda sæti efst para frá Norðurlöndunum

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall