Hlaupahópar Íslandsbanka

13.05.2011

Í næstu viku fer Íslandsbanki af stað með opna og ókeypis hlaupahópa fyrir alla sem vilja koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir og jafnframt þeir sem ætla sér að fara hálfmaraþon eða heilt maraþon í fyrsta sinn.

Boðið verður upp á þrjá mismunandi hlaupahópa eftir því hvort verið sé að fara 10 km í fyrsta sinn, 10 km með því markmiði að bæta sig, eða hálft eða heilt maraþon.

Þrautreyndir þjálfarar sjá um að leiðbeina. Allir eru velkomnir, við byrjum á mánudaginn 16. maí kl. 17.30 við Kirkjusand (við gula bakhúsið).

Hópur fyrir þá sem vilja fara 10 km skokkandi og gangandi. Aðalmálið er að klára vegalengdina, tíminn er aukaatriði. Stuðst verður við æfingakerfi fyrir algjöra byrjendur sem hannað var af hinum virta bandaríska hlaupaþjálfara Jeffrey Galloway.

Hópur fyrir þá sem vilja fara 10 km hlaupandi, gjarnan með það að markmiði að ná ákveðnum tíma. Stuðst verður við æfingakerfi sem notuð hafa verið með góðum árangri í hlaupahópi Íslandsbanka síðustu ár.

Hópur fyrir þá sem ætla að fara hálft eða heilt maraþon. Stuðst verður við æfingakerfi frá Paul Tergat, fyrrverandi heimsmethafa í hálfu og heilu maraþoni.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall