Dr. Daniel Levin er nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka

03.05.2011

Dr. Daniel Levin, var kjörinn í stjórn Íslandsbanka á aukaaðalfundi sem haldinn var í dag.  Hann kemur í stað Raymond Quinlan sem lét nýverið af störfum sem stjórnarmaður í Íslandsbanka þar sem hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá fjármálafyrirtækinu CIT Group í Bandaríkjunum. Quinlan mun þó áfram sitja í stjórn Glacier Securities sem er dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum

Dr. Levin er lögmaður með sérþekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja. Hann hefur um langt skeið sinnt ráðgjafastörfum fyrir ríkisstjórnir og  þróunarstofnanir um þróun fjármagnsmarkaða og fyrir eftirlitsaðila um innleiðingu siðareglna fyrir fjáramálafyrirtæki. Að auki á Dr. Levin sæti í stjórnsýslunefnd Liechtensten sem vinnur að þekkingarmiðlun milli landa og að eflingu pólitískrar, efnahagslegrar og félagslegrar þróunar.

Auk Dr. Levin sitja í stjórninni Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, Árni Tómasson, John E. Mack, Kolbrún Jónsdóttir, Marianne Økland og Neil Graeme Brown. Allir þessi aðilar hafa víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og rekstri fjármálafyrirtækja.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall