Íslandsbanki veitir 3,4 milljónir króna í námsstyrki

18.04.2011 - Styrkir

Íslandsbanki veitir árlega framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna en styrkirnir eru tíu talsins. Fjórir styrkir eru til framhaldsnáms á háskólastigi að fjárhæð 500 þúsund krónur hver, fjórir til háskólanáms að fjárhæð 300 þúsund krónur hver og tveir til framhaldsskólanáms að fjárhæð 100 þúsund krónur hver.

Umsóknarfresturinn rennur út þann 1. maí. Hægt er að senda inn rafræna umsókn á vef Íslandsbanka eða senda með pósti til höfuðstöðva bankans á Kirkjusandi.

Allir félagar í Námsvild geta sótt um styrkina og eiga þeir jafnframt kost á fleiri styrkjum, s.s. bókakaupastyrk. Námsmenn frá 16 ára aldri eru velkomnir í Námsvild, sem er fjármálaþjónusta sérstaklega sniðin að þörfum námsmanna.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall