Íslandsbanki kaupir Kreditkort hf.

14.04.2011

Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutum í Kreditkorti hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur Skúlason, forstöðumaður á viðskiptabankasviði Íslandsbanka og Vilborg Lofts sem jafnframt er stjórnarformaður. Í varastjórn eru Árni Geir Pálsson, Kristján Elvar Guðlaugsson og  Daníel Helgi Reynisson.

Íslandsbanki hefur ávallt lagt metnað í að vera í forystu í að bjóða öfluga og fjölbreytta þjónustu. Með þessum kaupum vill  Íslandsbanki  styrkja  enn frekar stöðu sína í kortaútgáfu, auka við þekkingu og þjónustuframboð á þessu sviði og ná fram hagræðingu.

Kreditkort er með áratuga reynslu í kortaútgáfu og gefur í dag út American Express og MasterCard kort. Félagið varð sjálfstæður kortaútgefandi árið 2008, þegar fyrirrennara þess var skipt upp í tvö félög, annars vegar Kreditkort sem kortaútgefanda og hins vegar Borgun sem færsluhirði.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall