Niðurstöður greiningar Danske Bank á fundi VÍB

12.04.2011

Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, kynnti nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Danske Bank vinnur greiningu á Íslensku efnahagslífi. Í greiningunni kemur meðal annars fram að það versta sé nú yfirstaðið í íslensku efnahagslífi. Efnahagur landsins sé á batavegi og verg landsframleiðsla verði í kringum 3 til 4% á næstu tveimur til þremur árum. Helstu ástæður fyrir batnandi efnahag eru m.a. jákvæður vöruskiptajöfnuður, lækkun á fasteignaverði, minni verðbólga og vanmat á íslensku krónunni. Danske Bank gefur sér þá tæknilegu forsendu að íslenska krónan muni styrkjast um allt að 25% á næstu þremur árum. Vanmat á íslensku krónunni ætti að gera afléttingu gjaldeyrishafta auðveldari en óttast er.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Icesave málinu skapar meiri óvissu og gæti haft neikvæð áhrif á fjármögnun Íslands og lánshæfismat. Aftur á móti gerir Danske Bank ekki ráð fyrir niðurstaðan hægi á efnahagsbatanum, s.s. vexti í landsframleiðslu.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall