Danske Bank kynnir nýja greiningu á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB

07.04.2011

Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, mun næsta þriðjudag, þann 12. apríl, kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi. Greiningin verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, en hún verður gefin út sama dag og fundurinn er haldinn.  Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Danske Bank vinnur greiningu á Íslensku efnahagslífi. Greining Danske Bank frá árinu 2006, „Iceland, Geyser crisis"  varaði við slæmum horfum hér á landi en hún vakti mikla athygli og hörð viðbrögð hér á landi.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 þann 12. apríl og er fyrir viðskiptavini VÍB og boðsgesti. Mögulegt verður þó að horfa á fundinn í beinni útsendingu á vef VÍB, vib.is. Fundarstjóri er Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands.

„Það er mjög ánægjulegt að Lars Christensen hafi þegið boð VÍB um að fjalla um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi.  Eitt af hlutverkum VÍB er að stuðla að faglegri umræðu og skoðanaskiptum um fjárfestingar, viðskipti og efnahagsmál. Hörð viðbrögð við skýrslu Danske Bank á sínum tíma ættu einmitt að kenna okkur Íslendingum gildi málefnalegra og faglegra skoðanaskipta. Það verður sérlega áhugavert að heyra núverandi skoðun Danske Bank á möguleikum Íslendinga til endurreisnar."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall