Glacier skapar verðmæti með íslenskri sérþekkingu

30.03.2011

Starfsleyfið sem Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum, fékk í vikunni hefur það í för með sér að það má starfrækja fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum á takmörkuðu sviði. Glacier mun einkum starfa sem ráðgjafi við kaup og sölu á fyrirtækjum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs í Bandaríkjunum. Ennfremur mun Glacier vinna með íslenskum fyrirtækjum sem starfa á þessum vettvangi í viðleitni þeirra til að afla sér verkefna á Bandaríkjamarkaði.

Að baki er átta mánaða strangt umsóknarferli hjá þarlendum yfirvöldum. Leyfið felur í sér að starfsemi félagsins er undir ströngu eftirliti bandarískra eftirlitsaðila. Sjö starfsmenn starfa hjá Glacier, tveir eru staðsettir hér á landi og fimm í New York. Þeir hafa allir tilskilin leyfi frá bandarískum eftirlitsaðilum til að sinna störfum fyrir félagið. Gert er ráð fyrir að ný skrifstofa félagsins opni í New York í næsta mánuði.

Glacier byggir á þeirri sérþekkingu sem Íslandsbanki, og forverar hans, hafa þróað á undanförnum áratugum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs. Á undanförnum mánuðum hefur Íslandsbanki orðið áþreifanlega var við eftirspurn eftir þessari þekkingu á meðal fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði. Með leyfisveitingunni hafa fyrstu skrefin verið stigin til að svara þessari eftirspurn.

Árni Magnússon hefur umsjón með alþjóðaviðskiptum á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka:

„Sú sérþekking sem við búum yfir á sviði jarðvarma og sjávarútvegs er eftirsótt og hefur Íslandsbanki fulla trú á að hana megi nýta til tekjusköpunar í auknum mæli. Íslandsbanki ætlar sér hlutverk á bandarískum fyrirtækjamarkaði á sviði jarðvarma og sjávarútvegs, fyrst um sinn með ráðgjöf. Ásókn er í íslenska sérþekkingu á þessum sviðum og í því felast mikil tækifæri."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall