Aðalfundur Íslandsbanka 2011

29.03.2011 - Uppgjör

Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi. Þær breytingar urðu á stjórn bankans að Raymond Quinlan lét af störfum sem stjórnarmaður í Íslandsbanka þar sem hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá fjármálafyrirtækinu CIT Group í Bandaríkjunum. Hann mun þó áfram sitja í stjórn Glacier Securities sem er dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum. Ný stjórn verður kjörin á framhaldsaðalfundi sem haldinn verður 4. maí næstkomandi.

Friðrik Sophusson, formaður bankastjórnar Íslandsbanka flutti skýrslu stjórnar. Í máli hans kom m.a. fram að á þeim rúmu tveimur og hálfu ári sem Íslandsbanki hefur starfað sé ljóst að ýmislegt hafi áunnist. Viðamiklar breytingar hafi verið gerðar á skipulagi og regluverki bankans. Eftirlitseiningar hafi verið styrktar verulegar og t.a.m. séu á bilinu 700 til 800 skýrslum skilað til eftirlitsaðila á ári. Allt starf miði að því að endurheimta það traust sem hvarf á einni nóttu í hruninu.

Friðrik sagði einnig að ákvörðun stjórnvalda að afnema ekki gjaldeyrishöft fyrr en 2015 hafi valdið vonbrigðum en séu skiljanleg þar sem mikilvægt sé að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að flýta fyrir afnámi þeirra og koma í veg fyrir fjármagnsflótta frá Íslandi þurfi fjárfestum, innlendum sem erlendum, að standa til boða góðir fjárfestingaakostir hér á landi. Eitt mikilvægasta verkefnið sé því að blása lífi í hlutabréfamarkaðinn á ný. Friðrik er bjartsýnn á nýskráningar í Kauphöllinni bráðlega.

Traustur rekstrargrundvöllur

Birna Einarsdóttir bankastjóri, fór yfir rekstrar- og efnahagsreikning bankans og það helsta í starfi Íslandsbanka á liðnu ári.

Rekstur bankans gekk vel á árinu þrátt fyrir erfitt efnahagsumhverfi og er bankinn með sterkt eiginfjárhlutfall, eða um 26,6% miðað við 16% lágmarksviðmið FME. Afkoma Íslandsbanka á árinu 2010 var jákvæð um 29,4 ma. kr. Áætluð opinber gjöld námu 8,1 ma. kr. Þar af nam áætlaður tekjuskattur 7,2 ma. kr., nýr bankaskattur 221 milljón kr. og atvinnutryggingagjald 670 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var 28,5%.

Nettó tekjufærsla vegna breytinga á virði keypts lánasafns er tæpir 14,5 ma. kr. Stærstan hluta tekjufærslunnar, eða 12,7 ma. kr. má rekja til betri afkomu fyrirtækja en vænst var í upphaflegu verðmati þegar eignir voru yfirteknar frá Glitni.

Heildarstærð efnahagsreiknings þann 31.12.10 var 683 ma. kr. og lækkaði um 34 ma. kr. á milli ára. Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 546 ma. kr. og drógust saman um 5% milli ára.

Fjárhagslegri endurskipulagningu lýkur á árinu

Í máli Birnu kom fram að um 900 fyrirtæki hafi fengið úrlausn sinna mála á árinu 2010 hjá Íslandsbanka og Íslandsbanka fjármögnun en bankinn hóf að bjóða fyrirtækjum höfuðstólslækkun í byrjun árs 2010 fyrstur banka. Þá mun Íslandsbanki ljúka við að birta endurútreikning á húsnæðislánum á næstu vikum.

Glacier Securities með starfsleyfi í Bandaríkjunum

Birna sagði að við stofnun Íslandsbanka hafi verið ákveðið að halda í þá þekkingu sem byggst hafði upp á sviði jarðhita og sjávarútvegs. Framtíðarstarfsemi dótturfélags Íslandsbanka í Bandaríkjunum, Glacier Securities, hafi verið skipulagt og farið hafi verið í gegnum strangt umsóknarferli hjá þarlendum fjármálayfirvöldum síðustu mánuði. Í gær hafi félagið fengið tilskilin starfsleyfi frá bandaríska eftirlitsaðilanum FINRA. Gert sé ráð fyrir að ný skrifstofa félagsins opni í New York í næsta mánuði.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall