Landspítali semur við Íslandsbanka um fjármálaþjónustu

23.03.2011

Landspítali hefur gert samning við Íslandsbanka um banka- og innheimtuþjónustu spítalans, á grundvelli útboðs Ríkiskaupa sem opnað var í desember 2010.  Það eru nýmæli að ríkisstofnun bjóði út alla bankaþjónustu og er Landspítali þannig að ryðja braut sem ætti að koma öðrum stofnunum að gagni.

Um er að ræða nánast öll bankaviðskipti og tengda þjónustu svo sem innlánsviðskipti á tékkareikningum og skammtímabankareikningum, útlánsviðskipti, aðgang að fyrirtækjabanka ásamt bankaþjónustu vegna ýmissa sérsjóða sem fjármálasvið Landspítala heldur utan um.  Ennfremur nær samningurinn til þjónustu, gjaldskrár og greiðsluskila vegna innheimtukrafna Landspítala. Íslandsbanki mun einnig veita spítalanum reglulega upplýsingar er varða hagspár, vaxtaþróun, gengisþróun erlendra gjaldmiðla og ávöxtunarmöguleika.

Samningurinn var undirritaður af Birni Zoëga forstjóra Landspítala og Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í K-byggingu Landspítala miðvikudaginn 23. mars 2011.

Björn Zoéga, forstjóri Landspítala: „Þetta er tímamótasamningur fyrir Landspítalann sem mun skila um 8 milljóna króna hagræðingu á þessu ári og enn meiri á næsta ári.  Samningurinn er þannig liður í því að reyna að hagræða alls staðar í starfsemi spítalans á erfiðum tímum."

Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka: „Við hjá Íslandsbanka hlökkum til samstarfsins við Landspítalann. Landspítalinn er stærsti vinnustaður landsins og hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum síðustu misseri.  Þetta útboðsferli sýnir að stjórnendur spítalans takast á við þær áskoranir á afar faglegan hátt."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall