Íslandsbanki opnar upplýsingaveitu um sjávarútveg í samstarfi við DataMarket

23.03.2011

Íslandsbanki  hefur opnað nýja alþjóðlega upplýsingaveitu, Sjávarútvegsmælaborðið, um sjávarútvegsmál. Þar er hægt að fylgjast með sjávarútvegsmarkaðnum víðsvegar um heiminn en þó er lögð sérstök áhersla á Bandaríkin og Ísland. Á vefnum má meðal annars finna upplýsingar um veiðar, neyslu og hlutabréfaverð sjávarútvegsfyrirtækja  eftir löndum. Að auki er þar að finna vísitölur fyrir þrjá markaði; Ameríku, Evrópu og Asíu, Ástralíu og Afríku. Inni í hverri vísitölu eru 15 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki á markaði og er vægi hvers fyrirtækis í vísitölunni metið eftir stærð þess. Vísitölurnar eru uppfærðar daglega og gefa glögga mynd af því hvernig markaðir eru þróast, t.a.m. hefur vísitalan fyrir Evrópu vaxið meira en hinar tvær að undanförnu.

Sjávarútvegsmælaborðið er unnið í samvinnu við gagnatorgið DataMarket sem rekur markaðssvæði fyrir tölfræði- og töluleg gögn. Upplýsingaveitan er aðgengileg á vef Íslandsbanka, islandsbanki.is/seafood-dashboard.

Í febrúar síðastliðnum opnaði Íslandsbanki sambærilega upplýsingaveitu um alþjóðlegan jarðhitamarkað. Þar er hægt að fylgjast með jarðhitamarkaðnum víðsvegar um heiminn og er þar einnig lög áhersla á Bandaríkin og Ísland. Á mælaborðinu má meðal annars finna upplýsingar um framleiðslugetu rafmagns úr jarðhita og áætlaða framleiðslugetu jarðhita eftir löndum. Að auki eru þar upplýsingar um olíuverð og hlutabréfaverð jarðhitafyrirtækja víðs vegar um heiminn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall