Íslandsbanki gefur út skýrslu um bandaríska sjávarútveginn

20.03.2011

Íslandsbanki er þátttakandi í árlegri sjávarútvegssýningu sem fer nú fram í Boston.  Sýningin er einn stærsti viðburðinn á ári hverju tengdur sjávarútvegi í Norður Ameríku. Á sýningunni mun Íslandsbanki  kynna útgáfu nýrrar skýrslu um bandaríska sjávarútveginn. Bandaríkin eru einn mikilvægasti sjávarafurðamarkaður heims, bæði hvað varðar framboð og eftirspurn. Í skýrslunni er fjallað um þróun helstu drifkrafta í bandarískum sjávarútvegi, meðal annars veiðar, vinnslu, inn- og útflutning og neyslu. Einnig er farið yfir verðþróun hlutabréfa, samruna og yfirtökur í sjávarútveginum í bandaríkjunum.

Hægt er að nálgast skýrsluna á vef bankans

Hjá Íslandsbanka starfar hópur sérfræðinga með mikla þekkingu á sjávarútvegi. Hópurinn er hluti af fyrirtækjasviði og er ábyrgur fyrir samskiptum og þjónustu við innlend og erlend sjávarútvegsfyrirtæki, ásamt útgáfu greiningarefnis um sjávarútveg víða um heim.  Íslandsbanki gaf síðast út skýrslu um bandaríska sjávarútveginn í september á síðasta ári og um íslenska sjávarútveginn í júní síðastliðnum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall