Söluferli Sjóvár - Gagnaöflun og fjármögnun lokið fyrir 18. mars

01.03.2011

Þann 19. janúar sl. var tilkynnt um kaup fagfjárfestasjóðsins SF1 á 52,4% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Jafnframt var greint frá því að kaupsamningurinn sem þá hafði verið undirritaður væri háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á.m. um upplýsingaöflun um tiltekna þætti í rekstri félagsins og endanlega samninga um fjármögnun kaupanna.

Ljóst er að sá tími sem áætlaður var fyrir þennan þátt viðskiptanna var vanáætlaður. Í því sambandi má nefna að ráðgert er að endurskoðaður ársreikningur félagsins verði tilbúinn innan fárra daga. Er nú miðað við að þessum þætti samninganna verði lokið þann 18. mars og að formleg erindi vegna kaupanna verði send til Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins í kjölfarið, en ekki lok febrúar eins og áður var ráðgert.

Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem hefur umsjón með söluferlinu.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall