Íslandsbanki kynnir skýrslu um jarðvarmaiðnaðinn í Bandaríkjunum

10.02.2011

Íslandsbanki kynnti í gær nýja skýrslu sem er yfirlit yfir jarðvarmaiðnaðinn í Bandaríkjum á orkuráðstefnu í New York sem er sérsniðin fyrir fjármálamarkaðinn þar í borg.  Orkuteymi Íslandsbanka er samstarfsaðili og styrktaraðili GEA sem stendur fyrir ráðstefnunni en GEA eru bandarísk Orkusamtök. Skýrslan spannar yfirlit yfir orkuver sem eru starfandi í Bandaríkjunum og einnig þau sem eru í þróun. Að auki er yfirlit yfir þau fyrirtæki sem eru tengd iðnaðinum.

Jarðvarmaiðnaðurinn í Bandaríkjunum er stærstur á heimsvísu, bæði hvað varðar þróun og orkunýtingu. Þrátt fyrir að fyrirtæki sem vinna að þróun orkuvera í Bandaríkjunum séu fjölbreytt og sundurleit stýra um fjögur orkuver 85% af allri framleiddri orku. Alþjóðlegir fjárfestar spila mikilvægt hlutverk í þróun jarðvarmaiðnaðarins í Bandaríkjunum en um 25% af fyrirhugaðri orkunýtingu er í höndum félaga sem skráð eru í kauphöllinni í Toronto í Kanada.

Hægt er að nálgast skýrsluna á www.islandsbanki.is/energy.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall