Vel sóttur fundur VÍB um fjármál og sparnað

04.02.2011

Á annað hundrað manns sóttu fund VÍB um fjárfesting og sparnað á Hótel Nordica í gær, fimmtudag.

Á fundinum fór Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur Greiningar Íslandsbanka yfir stöðuna í íslensku efnahagslífi og hvernig fjárfestingaumhverfi kann að þróast á næstu árum. Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri hjá VÍB fjallaði um einföld en margreynd ráð til að byggja upp eignir og vernda höfuðstól. Loks fóru Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður Ráðgjafar og þjónustu VÍB og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB yfir þá sparnaðarkosti sem í boði eru í dag, þá þjónustu sem VÍB er með í boði og hagkvæmustu sparnaðarleiðirnar. Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður Reksturs og innra eftirlits VÍB, var fundarstjóri.´

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eignastýringar Íslandsbanka,segist ánægður með fundinn. "Við fundum fyrir jákvæðum áhuga og velvilja meðal þeirra sem sóttu fundinn. VÍB er fyrsta eignastýringarfyrirtækið sem nálgast viðskiptavini sína með þessum hætti eftir hrun og fólk kann greinilega að meta upplýsingagjöf af þessu tagi. Við ætlum að leggja mikla áherslu á fræðslu fyrir sparifjáreigendur og fjárfesta og munum á næstu mánuðum halda fundi um land allt um sparnað og fjárfestingar sem verður bæði spennandi og skemmtilegt", segir Stefán.

Funda- og fræðsludagskrá VÍB

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall