Eignastýring Íslandsbanka heitir VÍB frá deginum í dag!

01.02.2011

Eignastýring Íslandsbanka mun í dag taka formlega upp nafnið VÍB sem er sama nafn og eignastýringarfyrirtæki Íslandsbanka starfaði undir á árunum 1986-2001. VÍB verður áfram hluti Íslandsbanka en breytingin felur þó í sér skýrari aðgreiningu milli bankastarfsemi og eignastýringarþjónustu. Undir VÍB mun vera starfrækt alhliða eigna og verðbréfaþjónusta með áherslu á fagmennsku og fræðslu.

VÍB mun leggja mikla áherslu á fræðslu fyrir fjárfesta og sparifjáreigendur og verða reglulegir fræðslufundir haldnir í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi sem og víðsvegar um landið.  Á nýjum og glæsilegum vef VÍB, www.vib.is, verða fréttir, fræðsla og upplýsingar um markaði og vísitölur. Þar er að finna pistla um ýmis mál tengdum markaði og fjármálum, auk lista yfir helstu hugtökin sem notuð eru í tali um fjármál og efnahagslíf. Þar gefst viðskiptavinum einnig kostur á að skoða fræðsludagskrá VÍB og skrá sig á þá fræðslufundi sem eru í boði hverju sinni.

VÍB er leiðandi á íslenskum markaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina, allt frá einstaklingum til fagfjárfesta.  VÍB býður upp á breitt þjónustu og vöruframboð á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar og lífeyrismála. Helstu samstarfsaðilar eru Íslandssjóðir, Vanguard Group og DNB Nor Asset Management í Noregi.

Í tilefni af breytingu á nafni Eignastýringar Íslandsbanka yfir í VÍB var í dag gefið út VÍB blaðið og var því dreift með Fréttablaðinu.

Skoða VÍB blaðið

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall