Íslandsbanki hlýtur Gæfuspor FKA

28.01.2011

Það var mikið um dýrðir í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem FKA; félag kvenna í atvinnurekstri afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks  viðskipta- og atvinnulífs.

Hafdís Jónsdóttir, formaður félagsins, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna en að því búnu afhenti Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra fjórum konum viðurkenningar.

Gæfusporið er veitt því íslenska fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr við að virkja kraft kvenna innan sinna raða.

Gæfusporið 2011 hlaut Íslandsbanki. Árið 2004 - 2006 var engin kona í framkvæmdastjórn Íslandsbanka. Árið 2007 var ein kona í framkvæmdastjórn en nú eru hlutföllin jöfn. Að auki er jafnræði á öllum stjórnendastigum bankans. Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, er þessi árangur ekki afrakstur fjölda samráðs- og nefndafunda, heldur einfaldlega vilja til að jafna hlut kynjanna. Vilji fólk forðast breytingar eigi það að skipa nefndir og ráð. Vilji það hinsvegar breyta hlutunum sé það ekkert flókið, breytingunum eigi bara að hrinda í framkvæmd.

Í umsögn FKA kom fram að Íslandsbanki hafi undir stjórn Birnu Einarsdóttur náð að virkja kraft beggja kynja - bankanum, starfsfólki og viðskiptavinum til heilla. Fyrir það fær Íslandsbanki Gæfuspor FKA 2011.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall