Kaupsamningur um eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum

19.01.2011

Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hefur samið um sölu 834.481.001 hluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá"), sem samsvarar 52,4% af útistandandi hlutafé. Kaupandi er SF1 sem er fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf. Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Kaupsamningurinn er niðurstaða söluferlis sem hófst á síðasta ári.

Hluthafar Sjóvár hófu opið söluferli á félaginu snemma á síðasta ári, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur haft umsjón með. Söluferlið hófst með auglýsingum í fjölmiðlum og var veruleg þátttaka bæði innlendra og erlendra fjárfesta í því. Viðræður voru teknar upp við hæstbjóðendur. Innan þess fjárfestahóps var fagfjárfestasjóðurinn SF1 meðal bjóðenda, og stóðu viðræður yfir fram í nóvember síðastliðinn þegar þeim var slitið af fjárfestahópnum. Eftir það endurnýjaði SF1 tilboð sitt til Eignasafns Seðlabanka Íslands og samningar tókust um kaupin.

Kaupsamningurinn sem nú hefur verið undirritaður er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki Fjármáleftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins, upplýsingaöflun um tiltekna þætti í rekstri félagsins og endanlega samninga um fjármögnun kaupanna. Markmið samningsaðila er að skilyrði kaupanna verði uppfyllt og afhending eignarhlutarins eigi sér stað innan fárra mánaða. Kaupandi stefnir að því að halda áfram góðum og þróttmiklum rekstri Sjóvár en stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað innan fárra ára.

Sjóvá er alhliða vátryggingafélag með rúmlega með 28% markaðshlutdeild og um 70 þúsund viðskiptavini. Hjá félaginu starfa um 200 manns og er félagið með starfsemi um allt land. Á síðasta ári var velta Sjóvá um 12 milljarðar króna.

Nánari upplýsingar um kaupin verða veittar samhliða frágangi viðskiptanna þegar umrædd skilyrði hafa verið uppfyllt.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall