Íslandsbanki hættir útsendingu reikningsyfirlita

06.01.2011

Íslandsbanki hefur ákveðið að hætta útsendingu reikningsyfirlita til einstaklinga í viðskiptum við bankann.  Er þetta gert til þess að spara kostnað auk þess sem Íslandsbanki leggur áherslu á að vera umhverfisvænn vinnustaður.  Reikningsyfirlit fyrir tékkareikninga, sparireikninga, orlofsreikninga, gjaldeyrisreikninga og greiðsluþjónustu verða hér eftir eingöngu aðgengileg í Netbankanum. Engin áramótayfirlit verða því send fyrir árið 2010. Áfram verða sendar tilkynningar er varða breytingar á reikningum, svo sem um nýstofnun eða lokun reikninga.

Mikill meirihluti viðskiptavina notar nú Netbanka til að nálgast öll yfirlit yfir reikninga.  Einnig hefur þörf viðskiptavina fyrir áramótayfirlit minnkað verulega eftir að allar upplýsingar um inneignir og vexti á sparireikningum birtast sjálfkrafa á skattframtali. Með því að hætta að senda út reikningsyfirlit sparast töluverður kostnaður auk þess sparnaðar sem verður í pappírsmagni og þeirra jákvæðu áhrifa sem slíkur sparnaður hefur á umhverfið.

Íslandsbanki hefur síðustu 2 ár leitað leiða til að ná fram sparnaði í rekstri og draga úr notkun pappírs í almennri starfsemi. Árið 2009 ákvað bankinn að taka upp nýtt prentkerfi fyrir starfsemi bankans, sem hefur leitt til 18,5 tonna sparnað í prentuðu magni á pappír og verulega minni rafmagnsnotkun. Samhliða þessum sparnaði er ljóst að notkun á prenthylkjum hefur minnkað gríðarlega, með tilheyrandi sparnaði og jákvæðra umhverfisáhrifa.  Sú ákvörðun nú að hætta útsendingu reikningsyfirlita er hluti af þessari stefnu bankans.

Þeir viðskiptavinir sem kjósa að fá send yfirlit í pósti geta pantað þau í Netbankanum undir Stillingar. Einnig geta viðskiptavinir óskað eftir yfirlitum með því að hringja í þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000 eða með því að koma í næsta útibú bankans.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall