Útibú Íslandsbanka styrkir Fjölskylduhjálpina

09.12.2010

Útibú Íslandsbanka í Reykjanesbæ hefur ákveðið að styrkja starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ um sem nemur 2,5 milljónir króna. Styrkurinn rennur beint til kaupa á nauðsynjavöru fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á svæðinu.

Í dag, 9. desember, opnaði Fjölskylduhjálpin dreifingamiðstöð í Reykjanesbæ og var styrkurinn afhentur að því tilefni.

Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibústjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, afhenti fulltrúum fjölskylduhjálparinnar styrkinn í útibúi bankans í dag.  Hann segir ljóst að efnahagskreppan hafi komið hart niður á Reyknesingum. „Starf Fjölskylduhjálparinnar er afar mikilvægt og með þessu viljum við hjá útibúi Íslandsbanka í Reykjanesbæ leggja okkar að mörkum til að standa vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Við stöndum auk þessa fyrir jólagjafasöfnun í útibúi bankans þar sem fólk getur komið með aukagjöf, pakkað inn og komið fyrir undir tré. Við komum gjöfunum svo til skila til Jólaaðstoðarinnar“.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall