Sveitarfélagið Borgarbyggð eignast hús Menntaskóla Borgarfjarðar

06.12.2010

Nýlega undirrituðu Íslandsbanki og sveitarfélagið Borgarbyggð samning um kaup Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi þar sem m.a. Menntaskóli Borgarfjarðar er starfræktur. Sveitarfélagið kaupir þar með fasteignina af Íslandsbanka en bankinn hafði áður eignast hana á uppboði. Upphaflega var húsið í eigu Fasteignafélagsins Menntaborgar. Hjá báðum aðilum var lögð áhersla á að fasteignin kæmist í eigu sveitarfélagsins enda var það farsælasta lausn fyrir alla aðila og ylli sem minnstu raski á starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar.  Starfsmenn fyrirtækjasviðs Íslandsbanka unnu að samningum við sveitarfélagið og gengu samningarnir afar vel fyrir sig.

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segist ánægður með þessa niðurstöðu, hún sé hagstæð fyrir sveitarfélagið og mikilvæg fyrir alla þá fjölbreyttu starfsemi sem rekin er í húsinu.   En auk þess að hýsa Menntaskóla Borgarfjarðar, Dansskóla Evu Karenar, Ungmennahús og skrifstofu RÚV á Vesturlandi er glæsileg aðstaða fyrir sviðslistir, tónleika og ráðstefnuhald í húsinu.

Meðfylgjandi mynd er tekin við undirritun samninganna, en á myndinni sjást fulltrúar Íslandsbanka og sveitarfélagsins Borgarbyggðar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall