Útgreiðsla úr sjóðum 1 og 11

03.12.2010

Í dag föstudaginn 3. desember verður framkvæmd útgreiðsla úr Sjóðum 1A, 1B, 11A og 11B sem eru í slitaferli hjá Íslandssjóðum. Útgreiðsluhlutföll m.v. eignastöðu sjóðanna þann 30. nóvember má sjá í eftirfarandi töflu.

Um er að ræða þriðju útgreiðsluna í sjóðum 1A og 11A og fimmtu útgreiðsluna í sjóðum 1B og 11B fyrir þá sem völdu þá leið í janúar 2009. Þeir sem völdu leið 1B og 11B í september 2009 eru að fá fjórðu útgreiðsluna nú.

Útgreiðslan verður lögð inn á bankareikninga sjóðfélaga hjá Íslandsbanka.

Vegna útgreiðslunnar bjóðum við sjóðfélögum í Sjóðum 1 og 11 að ávaxta sparifé sitt í Ríkisskuldabréfasjóðum Íslandssjóða án upphafskostnaðar. Tilboð þetta gildir til 10. desember nk. hjá ráðgjöfum Eignastýringar Íslandsbanka í síma 440-4920.

Við hvetjum sjóðfélaga til að hafa samband við ráðgjafa Eignastýringar Íslandsbanka í síma 440 4900 til að fá frekari upplýsingar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall