Mikilvægum áfanga náð

03.12.2010

Íslandsbanki fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með viljayfirlýsingu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Íslandsbanki mun nú hið allra fyrsta útfæra nánar þær aðgerðir sem fram koma og kynna þær fyrir viðskiptavinum. Sú vinna verður unnin eins hratt og hægt er og niðurstaða hennar verður kynnt á næstu dögum.

Viðskiptavinir Íslandsbanka sem nýtt hafa sér þau úrræði sem bankinn hefur boðið á undanförnum misserum munu njóta betri réttar gangi þær úrlausnir sem í samkomulaginu felast lengra þau úrræði sem bankinn hefur boðið hingað til.

Auk þessa hefur Íslandsbanki ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum sem skulda húnæðislán í erlendum gjaldmiðlum, með veði í eigin íbúðarhúsnæði að endurreikna þau í samræmi við ákvæði frumvarps til breytinga á vaxtalögum enda þótt enn ríki óvissa um lögmæti erlendra húsnæðislána bankans og nýlegir héraðsdómar renni stoðum undir lögmæti samninganna. Þessi vinna er þegar hafin og er gert ráð fyrir að henni ljúki á fyrstu mánuðum nýs árs.

Lántakendum í greiðsluvanda með yfirveðsettar eignir býðst að fá eftirstöðvar skulda færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar. Niðurfærslu skulda eru settar takmarkanir. Annars vegar er um að ræða niðurfærslu að hámarki 4 m.kr. hjá einstaklingi og 7 m.kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum, sem ætlunin er að afgreiða megi hratt. Mun ítarlegra mat á eignum og greiðslugetu þarf að koma til ef um meiri niðurfærslu er að ræða, að hámarki 15 m.kr. hjá einstaklingi og 30 m.kr. kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum.

Með breytingum á sértækri skuldaaðlögun mun það úrræði bjóðast fleiri heimilum og bætt samstarf við úrvinnslu mun auka skilvirkni þess. Lántakendum í miklum greiðsluvanda býðst að færa lán sín niður í allt að 70% af verðmæti íbúðarhúsnæðis til samræmis við greiðslugetu. Allt að 30% af virði eignar er þá sett á vaxta- og afborgunarlaust biðlán í 3 ár og skuldir umfram 100% felldar niður.

Rúmlega 2 milljörðum króna verður varið til að viðhalda sérstakri hækkun vaxtabóta sem verið hefur við lýði á árunum 2009 og 2010. Jafnframt verður gerð breyting á almennum vaxtabótum þannig að þær komi í auknum mæli til móts við heimili með þunga skuldabyrði og lágar og miðlungstekjur.

Nýtt tímabundið úrræði verður mótað til að greiða niður vaxtakostnað vegna íbúðarhúsnæðis. Niðurgreiðslan er almenn, óháð tekjum, en fellur niður þegar hrein eign skuldara er umfram tiltekin há mörk. Reikna má með að greiðslubyrði heimila muni lækka vegna þessa um allt að 200-300 þúsund kr. á ári. Kostnaðurinn við þetta nýja úrræði verður allt að 6 milljarðar króna á ári og verður hún í gildi árin 2011 og 2012. Ríkisstjórnin mun í samstarfi við aðila samkomulagsins leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni þessi útgjöld.

Lánveitendur munu kappkosta að ná til allra heimila sem eru í vanskilum og bjóða þeim viðhlítandi lausnir fyrir 1. maí 2011. Sérstökum samstarfsvettvangi verður komið upp til að flýta afgreiðslu mála og allar aðgerðir verða miðaðar við komast megi hjá uppboðum eigna.

Lánveitendur munu vinna með ríki, sveitarfélögum og félagasamtökum við að koma á fót fjölbreyttum húsnæðislausnum og lífeyrissjóðir munu greiða götu félagslegra úrræða í húsnæðismálum með kaupum á sérstökum flokki íbúðabréfa á lægstu mögulegum vöxtum. Ríkisstjórnin mun ekki lækka framlög til húsaleigubóta á næsta ári.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall