Mikil ánægja með efnahagsfundi Íslandsbanka

29.11.2010

Síðasta mánuðinn hafa verið haldnir 7 efnahagsfundir með fulltrúum fyrirtækja í viðskiptum við Íslandsbanka víða um landið. Fyrsti fundurinn var haldinn á Húsavík miðvikudaginn 20. október og síðasti fundurinn var í Reykjavík miðvikudaginn 23. nóvember.

Á fundunum hefur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka fjallað um stöðu og horfur í efnahagsmálum auk þess sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hefur á nokkrum fundanna rætt um skuldavanda fyrirtækja og mögulegar lausnir á honum. Einnig hafa nokkrir viðskiptavinir haldið erindi um sín fyrirtæki og hvernig þau hafa siglt í gegnum þann ólgusjó sem verið hefur í hinu íslenska efnahagsumhverfi síðustu misserin.

Tilgangur þessara funda var að hitta viðskiptavini og upplýsa þá um sýn bankans á stöðu mála en ekki síður að fá að heyra hvað þeir hafa að segja og hlusta á skoðanir þeirra um fortíð, nútíð og framtíð íslensks fjármála- og efnahagslífs.

Óhætt er að segja að fundirnir hafi verið afar vel heppnaðir, fjölsóttir og líflegir. Fundarröðin endaði með stórum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sl. miðvikudag.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall