Afskriftir fasteignaveðlána heimila nema 22 milljörðum

25.11.2010

Bankar og sparisjóðir hafa samtals afskrifað um 22 milljarða króna hjá einstaklingum og fjölskyldum í tengslum við þau úrræði sem skuldugum heimilum standa til boða. Fjármálafyrirtækin hafa kynnt um 20 mismunandi úrræði sem ætlað er  að hjálpa almenningi að takast á við greiðsluerfiðleika í kjölfar fjármálahrunsins.

Yfir 5 þúsund einstaklingar hafa nýtt sér úrræði banka og sparisjóða sem snúa að lækkun höfuðstóls  á fasteignaveðlánum.  Þessu til viðbótar eru 44 þúsund fasteignaveðlán, eða um 51% allra slíkra lána einstaklinga á Íslandi í greiðslujöfnun, sem var opinbert úrræði og stóð öllum til boða.

Yfir 1700 einstaklingar hafa nýtt sér það úrræði sem felur í sér að erlendu láni er breytt yfir í verðtryggt eða óverðtryggt lán í krónum og með því móti er höfuðstóll lánsins lækkaður um 25% að meðaltali. Samtals hafa 9,7 milljarðar króna verið afskrifaðir af fasteignaveðlánum einstaklinga með þessum hætti.

Yfir 1300 einstaklingar hafa nýtt sér höfuðstólsleiðréttingu á íslenskum fasteignaveðlánum og nemur heildarafskriftin 2,2 milljörðum króna.

Ríflega 1600 einstaklingar hafa nýtt sér hina svokölluðu 110% leið sem hefur leitt til afskrifta upp á um 8 milljarða króna.

Alls hafa 140 einstaklingar  farið í gegnum sértæka skuldaaðlögun og nema afskriftir hjá þeim rúmum milljarði króna.

Hátt í 300 mál hafa verið afgreidd í greiðsluaðlögun og er áætluð afskrift lána a.m.k. 1,1 milljarður króna.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um endurútreikning erlendra fasteignaveðlána og breytingu þeirra í íslensk lán til samræmis við dóma Hæstaréttar. Ljóst er að verði það frumvarp að lögum mun það leiða til enn frekari afskrifta á höfuðstól fasteignaveðlána.

"Þessar tölur sýna að það hefur verið mikill vilji hjá bönkum og sparisjóðum að aðstoða viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum. Fjármálafyrirtækin hafa sýnt eins mikinn sveigjanleika og kostur er í þeim samskiptum.  Hins vegar er ljóst að þegar kemur að því að semja um skuldir einstaklinga, þá strandar sjaldnast á bankakerfinu. Þröskuldarnir virðast miklu fremur liggja hjá opinberum aðilum. "

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall