Fastvaxtareikningur Íslandsbanka

24.11.2010

Íslandsbanki hefur sett á stofn nýjan innlánsreikning, svokallaðan Fastvaxtareikning. Eins og heitið gefur til kynna þá er um að ræða innlánsreikning með föstum vöxtum í fyrirframskilgreindan tíma, þ.e. 1, 3, 6 eða 12 mánuði. Reikningurinn er bundinn í þann tíma sem valinn er og aðeins er leyfð ein innborgun að lágmarki 100.000 krónur. Reikningurinn er óverðtryggður og vextir lagðir við höfuðstól mánaðarlega og eru þeir alltaf lausir til útborgunar.

Með föstum vöxtum er átt við að þeir munu hvorki hækka né lækka út binditímann. Því getur sparifjáreigandi verið viss um að nafnávöxtunin haldist sú sama út samningstímann þó svo að almennar vaxtabreytingar verði á sparireikningum með breytilegum vöxtum, sem fylgir oft í kjölfar stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands. Fastvaxtareikningur hentar þeim fjárfestum sem vilja tryggja sér vexti í fyrirfram ákveðinn tíma og eru tilbúnir að binda hluta af sparnaði sínum. Þegar vextir fara lækkandi í ætti því slíkur reikningur að vera ákjósanleg leið til að ávaxta sparnað

Miðað við núgildandi vaxtatöflu bankans frá 21. nóvember 2010 eru vextir á bilinu 3,35 - 4,02%. Ákvarðanir um vexti á Fastvaxtareikningum eru teknar með tilliti til væntinga um þróun vaxta á binditímanum og gilda vextirnir á stofndegi út binditímann. Væntingar um vexti geta breyst fljótt en kjörin miðast við þann dag sem innistæða er lögð inná reikninginn og ber hún fasta vexti frá þeim tímapunkti.

Nánari upplýsingar fyrir Fastvaxtareikning Íslandsbanka

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall