Sigríður Jónsdóttir ráðin sem umboðsmaður viðskiptavina hjá Íslandsbanka

23.11.2010

Sigríður JónsdóttirSigríður Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf umboðsmanns viðskiptavina hjá Íslandsbanka og tekur við af Þórleifi Jónssyni, sem lætur af störfum 1. mars næstkomandi.  Sigríður hefur víðtæka og langa reynslu í fjármálamarkaði en hún starfar nú sem útibússtjóri Íslandsbanka í Mosfellsbæ og hefur sinnt því starfi síðan 2002. Þar áður hafði hún starfað sem sérfræðingur í markaðsdeild SPRON, var gæðastjóri hjá Íslandsbanka um tíma og starfaði einnig sem þjónustustjóri í útibúum bankans á Selfossi og Dalbraut.  Sigríður lauk prófi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunardeild Háskóla Íslands árið 1994 og MBA prófi  í viðskiptastjórnun frá sama skóla árið 2008.

Allt frá árinu 1995 hefur verið starfrækt sérstakt embætti umboðsmanns fyrir viðskiptavini hjá Íslandsbanka undir heitinu umboðsmaður skuldara, en heiti þess var breytt í umboðsmaður viðskiptavina í desember 2008. Viðskiptavinir geta leitað til umboðsmanns viðskiptavina telji þeir sig ekki hafa fengið sanngjarna úrlausn sinna mála. Hlutverk umboðsmanns er að skoða málin hlutlaust og vinna að sanngjarnri úrlausn.

Sigríður hefur störf um miðjan janúar næstkomandi og starfar þá samhliða Þórleifi Jónssyni fyrst um sinn. Hann lætur af störfum í mars eftir langt og farsælt starf hjá Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall