Útibúið við Gullinbrú 20 ára

19.11.2010

Útibú Íslandsbanka við Gullinbrú er 20 ára í dag en það var stofnsett þann 19. nóvember 1990. Útibúið var það fyrsta sem var stofnað undir merkjum Íslandsbanka, eftir sameiningu Verslunarbankans, Iðnaðarbankans, Útvegsbankans og Alþýðubankans. Starfsemi útibúsins hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og þar starfa nú 15 starfsmenn, en útibúið þjónustar allan Grafarvoginn og Árbæjarhverfi auk fjölda fyrirtækja í nágrenninu.

Margt verður gert til skemmtunar í tilefni dagsins og blásið verður til afmælisfagnaðar milli kl. 9-16 í dag. Meðal annars munu börn frá skákdeild Fjölnis bjóða í tafl, lifandi tónlist verður spiluð fyrir gesti og svo verður Lalli töframaður á staðnum og skemmtir börnum á öllum aldri frá kl. 12-16. Einnig verða ljósmyndir úr ljósmyndakeppni barna og unglinga í hverfinu til sýnis í útibúinu. Við hvetjum alla sem geta til að kíkja við í útibúinu í dag taka þátt í afmælinu með starfsfólki og viðskiptavinum.

Útibúið gaf nýlega út fréttabréf sem dreift var til allra íbúa í nágrenningu.

Til hamingju með daginn starfsfólk Íslandsbanka við Gullinbrú!!

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall