Staðfesta þarf endurútreikning bílalána fyrir 21. nóvember

18.11.2010

Rúmlega fjögur þúsund viðskiptavinir hafa nú staðfest endurútreikninga á bílalánum í erlendri mynt hjá Íslandsbanka Fjármögnun. Er það rúmlega helmingur þeirra lána sem verða endurreiknaðir nú í fyrsta áfanga, en þar er um að ræða lán sem hafa verið með sama greiðanda frá upphafi. Þessa dagana eru starfsmenn Íslandsbanka Fjármögnunar að ganga frá skjalagerð og uppgjöri lánanna og hefur vinnan við endurútreikning almennt gengið vel og fengið góðar viðtökur viðskiptavina. Viðskiptavinir þurfa að staðfesta endurútreikningana á vefsíðu Íslandsbanka Fjármögnunar og ákveða hvernig ráðstafa eigi inneign hjá Íslandsbanka ef um slíkt er að ræða.

Þrátt fyrir góðar viðtökur viðskiptavina eiga allmargir þeirra eftir að staðfesta endurútreikninginn á sínum lánum, en frestur til þess er til 21. nóvember næstkomandi. Starfsmenn Íslandsbanka eru þessa dagana að hringja í þessa viðskiptavini og leiðbeina þeim í gegnum ferlið. Ef ekki næst í viðkomandi viðskiptavin fyrir 21. nóvember telst endurútreikningur staðfestur og ofgreiðslu verður ráðstafað inná höfuðstól lánsins ef um slíkt er að ræða.

Í næsta áfanga verða endurreiknuð þau lán sem hafa verið uppgreidd hjá Íslandsbanka Fjármögnun og verður uppgjör þeirra birt á sama hátt og áður á aðgangsstýrðu vefsvæði Íslandsbanka Fjármögnunar.

„Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og því höfum við ákveðið að hringja í þá viðskiptavini sem ekki hafa gengið frá endurútreikningnum nú í fyrsta áfanga. Það er markmiðið að viðskiptavinir fái sem allra bestu upplýsingar um endurútreikning bílalána og það er afar ánægjulegt hversu góðar viðtökur við höfum fengið frá viðskiptavinum við framsetningu útreikninganna á vefnum og ferlinu í heild."

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall