Ísland með afgerandi forystu

29.10.2010

Ný skoðanakönnun sem Capacent framkvæmdi í 35 löndum að frumkvæði Íslandsbanka sýnir að Ísland nýtur mikillar virðingar og trausts þegar kemur að jarðhitanýtingu. Könnunin var framkvæmd dagana 22. september til 4. október og var úrtakið samsett af áskrifendum að vefnumi ThinkGeoEnergy.com, sem er alþjóðleg vefsíða fyrir fagfólk um jarðhitamál, og viðskiptavinum Íslandsbanka á jarðhitasviði víða um heim.

Alls var úrtakið 935 aðilar. Svarhlutfall var 27,9% sem þykir ásættanlegt og vel marktækt þegar kemur að könnunum á sérhæfðum mörkuðum að sögn sérfræðinga Capacent sem unnu könnunina.  Þegar spurt var; „Hvaða land kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar um jarðhitaorku?" kom sérstaða og forysta Íslands á þessu sviði berlega í ljós. Niðurstöðurnar voru þessar:

Ísland er einnig með afgerandi forystu þegar þátttakendur voru beðnir um að meta hvaða land væri fremst á sviði fræðslu, háskólamenntunar og þjálfunar í tengslum við jarðhitanýtingu. Þar fékk Ísland rúmlega 55% allra svara.

„Niðurstöður könnunar gefa ágæta vísbendingu um að Íslendingar eru hátt metnir á heimsvísu á sviði jarðhita og að mikill árangur hefur náðst. Það er hins vegar ljóst þessi forysta helst ekki nema því aðeins að þróun jarðhitanýtingar haldi áfram hér á landi. Það er því mikilvægt að hlúa að þessari þekkingu en um leið efla útflutning á þekkingu á þessu sviði í gegnum ráðgjafastarfsemi erlendis. Við höfum þegar séð íslensk verkfræðifyrirtæki gera góða hluti hvað það varðar."

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á Alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Sacramento í Bandaríkjunum í vikunni auk nýrrar skýrslu Íslandsbanka um bandaríska jarðhitamarkaðinn.

Mánudaginn 1. nóvember nk. fer fram ráðstefna um rannsókn um klasamyndun í íslenskum jarðhitaiðnaði sem leidd er af Harvard prófessorinn Michel Porter og er Íslandsbanki í hópi bakhjarla ráðstefnunnar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall