Vöxtur framundan í bandarískum jarðhitaiðnaði

28.10.2010

Íslandsbanki hefur gefið út fjórðu skýrsluna um jarðhitamarkaðinn í Bandaríkjunum, en í henni er einnig fjallað um jarðhitamarkaðinn í Kanada.  Í skýrslunni er fjallað um áframhaldandi vöxt jarðhitamarkaðarins í Bandaríkjunum og þær áskoranir sem framundan eru á þeim markaði.

Alexander Richter, sérfræðingur í Orkuteymi Íslandsbanka, hélt fyrirlestur í vikunni fyrir hönd bankans við opnun jarðhitasýningarinnar Geothermal Energy Expo og ársfundi GRC í Sacramento í Bandaríkjunum og kynnti þar jarðhitaskýrsluna fyrir gesti sýningarinnar.  Alexander, sem leiðir greiningarvinnu Orkuteymis Íslandsbanka, lagði áherslu í fyrirlestrinum á að þeir sem starfa innan jarðhitamarkaðarins ættu að undirbúa sig fyrir vöxt geirans á næstu misserum.

Í helstu niðurstöðum skýrslunnar er dregin fram sá aukni fjöldi verkefna sem er í geiranum, en í dag eru 152 jarðhitaverkefni í gangi í Bandaríkjunum, sem gefa möguleika á allt að 7.050 MW raforkuframleiðslu. Dregin er fram í skýrslunni sú aukna eftirspurn sem er fyrir borunum og fjármögnun þeirra. Fjármögnunarþörf í Bandaríkjunum einum er um 13 ma. bandaríkjadala fyrir borun á næstu fjórum árum.  Þessi mikla fjármögnunarþörf skapar miklar áskoranir fyrir geirann til að laða að nægjanlegt fjármagn, auk þess sem ljóst er að mikil þörf verður hæft starfsfólk og tækniþróun.

Einnig er í skýrslunni fjallað um löggjöf í Bandaríkjunum fyrir jarðvarmaiðnaðinn sem hefur hjálpað mikið við að auka áhuga á geiranum.  Skattaívilnanir og styrkir fyrir jarðhitaverkefni auk lánstrygginga og rannsóknar og þróunarverkefna hafa haft jákvæð áhrif á iðnaðinn, en á móti er ástæða til að hafa áhyggjur af mögulegum breytingum í þeim efnum vegna nýrrar löggjafar.

Árni Magnússon, forstöðumaður Orkuteymis Íslandsbanka, segir tækifæri fyrir íslensk ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki á Bandaríkjamarkaði. Það sé vöxtur framundan í greininni vestanhafs og mikilvægt að íslenskir aðilar nýti þau og flytji út sérfræðiþekkingu sína og ráðgjöf.  Hann segir ennfremur mikilvægt að hlúa að geiranum hér á landi svo að Ísland missi ekki forystustöðu sína í greininni.

Þetta var í fjórða sinn sem Íslandsbanki var á meðal sýnenda á jarðhitasýningunni Geothermal Energy Expo en um er að ræða mikilvægasta viðburð í jarðhitageiranum á ári hverju.

Hægt er að nálgast skýrsluna á vef bankans.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall