Kvennafrídagur í Íslandsbanka

25.10.2010

Í tilefni af Kvennafrídeginum í dag, 25. október, mun Íslandsbanki gera konum sem starfa hjá bankanum kleift að ganga út frá störfum sínum kl. 14:25 og taka þátt í kröfugöngu sem hefst við Hallgrímskirkjutorg kl. 15:00 þaðan sem leið liggur niður að Arnarhóli.

Þetta getur haft í för með sér að þjónusta í útibúum og þjónustuveri bankans gangi hægar fyrir sig en venja er og eru viðskiptavinir beðnir forláts á því.

Kvennafrídagurinn 2010 ber yfirskriftina - Konur gegn kynbundnu ofbeldi/Women Strike Back 2010 en í ár  eru 95 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt, 80 ár eru frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands, 40 ár frá stofnun Rauðsokkuhreyfingarinnar, 35 ár frá fyrsta Kvennafrídeginum, 30 ár frá forsetakjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur og 20 ár frá stofnun Stígamóta.

Íslandsbanki hvetur því allar konur til þess að taka þátt í kröfugöngu og dagskrá Kvennafrídagsins 2010.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall