Íslandsbanki sérhæfir sig í þjónustu við sveitarfélög

15.10.2010

Íslandsbanki hefur gefið út upplýsingarit um þá sérfræðiþjónustu sem bankinn veitir sveitarfélögum.  Í honum er farið yfir þá þjónustu sem Íslandsbanki veitir sveitarfélögum og félögum í þeirra eigu. Má þar nefna almenna bankaþjónustu, fjármögnun til lengri og skemmri tíma, gjaldmiðlastýringu, ráðgjöf við breytingar á eignarhaldi og endurskipulagningu fyrirtækja og eignarstýringarþjónustu.

Rósa Júlía Steinþórsdóttir, viðskiptastjóri sveitarfélaga hjá Íslandsbanka segir að sveitarfélög hafi, líkt og mörg fyrirtæki og stofnanir, þurft að hagræða í rekstri og endurskipuleggja fjárhag sinn á síðustu misserum.  „Það má búast við að sú endurskipulagning haldi áfram og skiptir gott samstarf fjármálastofnanna og sveitarfélaga þar miklu máli", segir Rósa Júlía. Hún segir Íslandsbanka hafa komið að fjármögnun fjölmargra verkefna á vegum sveitarfélaga. „Staða sveitarfélaga hefur verið mjög til umfjöllunar á síðustu misserum þar sem sum hver hafa þurft að leggjast í víðtækar aðhaldsaðgerðir og endurfjármögnun. Íslandsbanki hefur á að skipa sérfræðingum á fyrirtækjasviði sem einbeita sér að greiningu á málefnum og fjármálum sveitarfélaga sem ætti að gagnast í slíkri vinnu".

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall