Vel heppnað Fjármálaþing Íslandsbanka

14.10.2010

Fjármálaþing Íslandsbanka var haldið í gær á Hilton Nordica. Um var að ræða hádegisfund þangað sem forsvarsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við bankann var boðið til að hlýða á erindi um fjármál og rekstur fyrirtækja og framtíðarhorfur í efnahagsmálum. Góð mæting var á fundinn og var salurinn þétt setinn en boðið var uppá hádegisverð á meðan á þinginu stóð.

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka ávarpaði fundinn í upphafi hans og bauð þátttakendur velkomna. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hélt erindi þar á eftir um lausnir í skuldamálum fyrirtækja og mikilvægi þess að koma atvinnulífinu í gang.  Hún sagði m.a. að Íslandsbanki væri að endurskoða ferlið við endurskipulagningu skulda hjá fyrirtækjum með það fyrir augum að einfalda ferlið og gera það hraðvirkara.

Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdarstjóri verkfræðistofunnar EFLU kynnti fyrirtækið og starfsemi þess bæði fyrir og eftir bankahrunið 2008. Hann benti á að það sem nauðsynlega þyrfti til að fyrirtæki á Íslandi gætu starfað væri heilbrigt rekstrarumhverfi, eðlilegur stuðningur stjórnvalda við atvinnulífið og trúverðugleiki á heimavígstöðvum. Á eftir Guðmundi kynnti Ingólfur Bender þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, en þar er gert ráð fyrir að efnahagsbatinn verði nokkuð seinni á sér miðað við spár Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þó væri líklegt að botninum í niðursveiflunni væri náð.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group hélt áhugavert erindi um endurskipulagningu skulda hjá félaginu, en þeirri endurskipulagningu er nýlega lokið eftir tveggja ára þrotlausa vinnu.  Félagið stendur nú sterkt að vígi til að nýta þau tækifæri sem eru fyrir hendi í íslenskri ferðaþjónustu.

Að lokum hélt Kjartan Smári Höskuldsson snarpa kynningu á möguleikum í ávöxtun lausafjár hjá eignastýringu Íslandsbanka. Vilhelm Már Þorsteinsson lokaði svo fundinum á þeim orðum að þrátt fyrir að mikið af vinnu bankans færi í úrlausnir á skuldum fyrirtækja væri einnig verið að lána peninga í ný verkefni og bankinn væri því opinn.

Fundarstjóri var Már Másson.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall