Útibúið á Kirkjusandi 15 ára

12.10.2010 - Atburðir

Það var mikið um að vera í tilefni 15 ára afmælis útibús Íslandsbanka á Kirkjusandi sl. föstudag. Útibúið var skreytt blöðrum og boðið var uppá glæsilega afmælisköku og kaffi fyrir gesti og gangandi.  Einnig var boðið uppá lifandi tónlist, salsadans og sitthvað fleira. Á veggjum útibúsins voru sýndar myndir frá nemendum úr Laugarnesskóla sem þeir unnu í myndmennt.  Talið er að um 1.000 manns hafi komið í útibúið á afmælisdaginn og var mikil ánægja meðal viðskiptavina og starfsmanna.

Í tilefni dagsins afhenti Björn Sveinsson útibússtjóri þeim Sólborgu Gunnarsdóttir og Maríu Guðmundsdóttir starfsmönnum Laugarnesskóla skjávarpa að gjöf.

Mun hann án efa nýtast vel í starfi skólans en um er að ræða notaðan skjávarpa frá bankanum með endurnýjuðum lampa.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall