Endurútreikningur bílalána hjá Íslandsbanka

05.10.2010

Síðastliðinn föstudag opnaði Íslandsbanki Fjármögnun fyrir endurútreikning á hluta af bílalánum, bílasamningum og kaupleigusamningum í erlendri mynt.  Viðskiptavinir sem hafa verið greiðendur á láni frá útgáfudegi geta nú skoðað stöðu lánsins á vefsvæði Íslandsbanka, islandsbanki.is/fjarmogun og gengið frá beiðni um endurútreikning.  Mikil vinna liggur að baki þessum áfanga og hafa starfsmenn Íslandsbanka Fjármögnunar ásamt fleiri starfsmönnum bankans unnið sleitulaust síðustu misseri við að því að klára þessa vinnu. Alls eru rúmlega 5.000 lán sem hafa verið endurreiknuð í þessum fyrsta áfanga.  Í næsta áfanga verða endurreiknuð þau lán sem hafa verið uppgreidd hjá Íslandsbanka Fjármögnun og er reiknað með að þeir útreikningar liggi fyrir í nóvember.  Enn ríkir óvissa um það hvernig haga skuli uppgjöri lána sem hafa verið yfirtekin á lánstíma og því er ekki ljóst hvenær niðurstaða fæst í þeim tilvikum.

Íslandsbanki Fjármögnun er fyrsta fyrirtækið á markaðnum til að kynna endurútreikninga fyrir sína viðskiptavini og hafa alls 840 viðskiptavinir nú sent inn beiðni um að ganga frá endurútreikningi í gegnum netið eða með því að hafa beint samband við starfsmenn. Mikið álag er því á starfsmenn Íslandsbanka Fjármögnunar, útibúa og þjónustuvers um þessar mundir og biðjum við því viðskiptavini velvirðingar ef einhverjar tafir verða á afgreiðslu.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á slóðinni islandsbanki.is/fjarmognun.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall