Median selt í opnu söluferli

16.09.2010

Frumtak hefur keypt u.þ.b. 70% hlutafjár í Median - Rafræn miðlun hf.  Seljandur hlutarins eru Drómi hf. og Miðengi ehf.,eignarhaldsfélag Íslandsbanka, en Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur annast ráðgjöf og söluferli á Median - Rafrænni miðlun síðan í maí á þessu ári.  Um opið söluferli var að ræða þar sem öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu ákveðin skilyrði var boðið að taka þátt.  Markmið Frumtaks með kaupunum er að samnýta  tækni og markaðsstarf fyrirtækjanna Median og HandPoint, en bæði fyrirtækin starfa á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar.

Median - Rafræn miðlun hf. er hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skapa fyrirtækjum lausnir á sviði færslumiðlunar og rafrænna viðskipta. Lausnir þeirra eru notaðar af hundruðum fyrirtækja, bæði innanlands og erlendis, beint og í gegnum samstarfsaðila.  Félagið er stofnað 1993 og byggir því á traustum grunni.  Þjónustuframboð félagsins lýtur bæði að tækni sem og þjónustulausnum sem hafa verið þróaðar til að leysa þarfir viðskiptavina þess þegar kemur að rafrænni greiðslumiðlun.

„Median er ákjósanlegur fjárfestingakostur fyrir Frumtak" sagði dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks.  „Frumtak hefur þegar fjárfest í HandPoint ehf., sem hefur þróað greiðslulausnir fyrir handtölvur og þess vegna sjáum við mikil tækifæri til þess að tengja þessar lausnir við þjónustuframboð Median og markaðssetja þessar lausnir erlendis. Við væntum mikils af fyrirtækjunum og erum sérstaklega spennt að sjá þau nýta sérþekkingu sína í sölu á greiðslulausnum á erlendum mörkuðum.  Þarna eru mikil tækifæri sem nú er hægt að nýta betur".

Frumtak er samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyrissjóðum landsins og bankanna þrigga. Frumtak fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar.  Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtak fjárfestir í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskiptaáætlanir.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall