Góð stemning á áheitahátíð Reykjavíkurmaraþonsins

16.09.2010

Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka var haldin í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar var fagnað frábærum árangri við söfnun áheita fyrir góðgerðarfélög í tengslum við hlaupið.  Í ár söfnuðust tæpar 30 milljónir til góðra málefna eins og áður hefur komið fram en tæpar níu milljónir söfnuðust í fyrra. Því er um þreföldun í söfnun áheita að ræða í ár.  Samtals 96 góðgerðafélög tóku þátt í söfnuninni og eins og í fyrra safnaðist mest fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, rúmar 2,2 milljónir.

Á uppskeruhátíðinni voru afhentar viðurkenningar til þeirra hlaupara sem söfnuðu mestum áheitum.  Sá einstaklingur sem safnaði hæstu upphæð er S. Hafsteinn Jóhannesson en hann safnaði 604 þúsund krónum fyrir Parkinsonsamtökin á Íslandi.  S. Hafsteinn mætti óvænt í kanínubúningi með pípuhatt og setti skemmtilegan svip á afhendinguna, en hann hljóp einmitt í slíkum búningi í Reykjavíkurmaraþoninu. Oddur Kristjánsson safnaði næstmestu eða 453.019 krónum fyrir Félag CP á Íslandi og Rakel Steinarsdóttir safnaði þriðja mest, en hún hljóp fyrir Reykjadal, sumarbúðir fatlaðra barna og safnaði 446.500 krónum. Það boðhlaupslið sem safnaði mestu var „Stig 7" en liðið hljóp maraþon fyrir Munaðarlaus börn á Haítí og safnaði 183.000 krónum. Einnig var veitt viðurkenning til þess einstaklings sem fékk flest áheit og var það Signý Gunnarsdóttir sem safnaði fyrir Krabbameinssjúk börn, en hún fékk alls 180 áheit.

Góð stemning var á hátíðinni og nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í Ráðhúsið í gær. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR stýrði dagskránni en auk hans tóku til máls Diljá Ámundardóttir, formaður ÍTR, Birna Einarsdóttir bankastjóri og Snorri Már Snorrason frá Parkinsonsamtökunum á Íslandi.  Boðið var upp á frískandi veitingar og létta lifandi tónlist flutta af bræðrunum Óskari og Ómari Guðjónssonum.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall