Endurútreikningur erlendra bílalána í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar

16.09.2010

Íslandsbanki hefur í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar einsett sér að flýta vinnu varðandi uppgjör og endurútreikning erlendra bílalána, kaupleigusamninga og einkaleigusamninga. Niðurstaða þeirrar vinnu mun liggja fyrir um miðjan október næstkomandi í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið um yfirtökur eða uppgreiðslur á lánasamningum að ræða.

Nánari tímasetning vegna endurútreiknings annarra samninga liggur ekki fyrir, en upplýsingar um það verða settar á vefsíðu Íslandsbanka um leið og hún er orðin ljós. Hér er sérstaklega átt við samninga sem hafa skipt um leigutaka (yfirteknir samningar) og samninga sem hafa verið uppgreiddir.

Endurgreiðslur við uppgjör vegna lána sem undir dóminn falla hafa lítil áhrif á lausafjárhlutföll bankans. Lausafjárstaðan er sterk og lausafjárhlutföll vel yfir því sem reglur Seðlabanka gera kröfu um.

Viðskiptaráðherra hefur boðað löggjöf þar sem tekið verður á lögmæti erlendra húsnæðislána. Á meðan  beðið er boðaðrar löggjafar hvetur Íslandsbanki viðskiptavini með erlend húsnæðislán til að nýta sér þau tímabundnu úrræði sem bankinn býður og bendir sérstaklega á þann möguleika að greiða 5000 krónur af hverri milljón.

Eins og fram kemur í hálfsársuppgjöri Íslandsbanka hefur bankinn metið áhrif mögulegra niðurstaðna dómstóla vegna erlendra lána á eiginfjárhlutfall bankans.  Að fenginni þessari niðurstöðu Hæstaréttar er ljóst bankinn að mun áfram uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall