Íslandsbanki lækkar vexti

01.09.2010

Íslandsbanki lækkar vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag, 1. september 2010. Breytilegir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum og kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfalána lækka um 1 prósentustig og eru nú 6,75%. Vextir á verðtryggðum inn- og útlánum lækka á sama tíma um 0,5% og eru kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána nú 5,0%

Innlánsvextir helstu sparnaðarreikninga lækka um 0,5% og innlánsvextir tékkareikninga lækka á bilinu 0,05-0,75%.  Algengustu yfirdráttarvextir lækka að auki um 0,25%.

Margir viðskiptavina Íslandsbanka eru með óverðtryggð húsnæðislán í íslenskum krónum.  Síðan í nóvember síðastliðnum hafa verið gerðar fimm breytingar á vöxtum slíkra lána og hafa breytilegir vextir þessara lána hafa lækkað úr 9,5% í 6,75% á tímabilinu. Vextir á lánum þeirra viðskiptavina sem hafa nýtt sér höfuðsólslækkun eru nú 4,75% með afslætti fyrsta árið.

Hægt er að nálgast nýja vaxtatöflu Íslandsbanka sem gildir frá og með 1. september á vef bankans.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall