Íslandsbanki frestar gjalddaga á bílalánum í erlendri mynt

26.08.2010

Íslandsbanki Fjármögnun hefur ákveðið að senda ekki út greiðsluseðla vegna gjalddaga í september á bílalánum og kaupleigusamningum í erlendri mynt.  Áður hafði bankinn frestað gjalddögum í júlí og ágúst á fyrrgreindum lánum, þar sem óvissa ríkti um hvernig haga skyldi endurreikningi þeirra í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 16. júní um ólögmæti lánanna.

Íslandsbanki Fjármögnun hóf að undirbúa endurreikning ofangreindra lána í júlí eftir tilmæli frá Seðlabanka Íslands og FME, og miðar þeirri vinnu vel.  Þann 6. september nk. verður hinsvegar tekið fyrir í Hæstarétti mál sem snýr að vaxtaþætti bílalána og kaupleigusamninga í erlendri mynt. Niðurstaða Hæstaréttar mun hafa áhrif á endurútreikninga og því er ekki hægt að ljúka við þá fyrr en dómsniðurstaða liggur fyrir síðar í sama mánuði. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að fresta gjalddaga fyrir september eins og áður segir.

Óski viðskiptavinir eftir því að greiða afborgun í september samkvæmt upphaflegum samningsskilmálum er þeim bent á að hafa samband við Íslandsbanka Fjármögnun í síma 440 4000.

Íslandsbanki Fjármögnun vill þakka viðskiptavinum sínum fyrir sýnda þolinmæði undanfarnar vikur. Jafnframt þykir bankanum miður sú óvissa sem ríkt hefur og þau óþægindi sem málið í heild sinni hefur haft fyrir viðskiptavini.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall